Saka Íslendinga um ofveiði

Skotar saka Íslendinga um að „hrifsa“ til sín makrílinn.
Skotar saka Íslendinga um að „hrifsa“ til sín makrílinn. Helgi Bjarnason

Stjórnvöld í Skotlandi hafa lýst ofveiði íslenskra skipa á makríl sem „hneyksli.“ Á fréttavef BBC kemur fram að fréttastofa BBC í Skotlandi hafi upplýsingar um að íslensk skip hafi veitt fimm sinnum meira en hlutur þeirra segir til um.

Frétt BBC er athyglisverð fyrir þær sakir að Íslendingar eru ekki aðilar að samningi strandþjóða um skiptingu makrílkvótans. Í frétt BBC kemur fram að Íslendingar hafi gefið þær skýringar á hinni miklu veiði að auka makríll sem veiðst hafi sé fylgifiskur síldarveiða. Forystumenn í skoskum sjávarútvegi hafa hins vegar sakað Íslendinga um frekju með því  „hrifsa“ til sín makrílinn.  

Skotar veiða meira en helming
Samningur strandríkja um makrílkvótann felur í sér að skosk skip geta veitt meira en helming af öllum makríl sem er veiddur í Norðaustur Atlantshafi í samningi sem er metinn á tugi milljóna punda fyrir skoskan efnahag. Önnur ríki fái minni veiðiréttindi og íslenskir bátar fái að veiða í kringum 20.000 tonn.

Á ekki við rök að styðjast
Sigurður Sveinn Sverrisson, upplýsingafulltrúi Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að þessi frétt hjá BBC eigi ekki við rök að styðjast. „Við erum ekki aðilar að þessum samningi og allur þessi makríll hefur verið veiddur innan íslenskrar lögsögu,“ segir Sigurður. Hann bætir við að fulltrúi Íslendinga hafi setið sem áheyrnarfulltrúi á fundi strandríkja um makrílveiðar nýlega og ekki fengið að komast að. „Hann fékk ekkert að koma að samningaborðinu,“ segir Sigurður og bætir við að fulltrúinn  hafi þurft að sitja „frammi á gangi.“ Hann segir að það sé mjög sérkennileg staða að hleypa ekki Íslendingum í þessar viðræður því makrílstofninn „gangi ítrekað inn í íslenska lögsögu.“

Sigurður segir að þessi tala 20.000 tonn, sé eitthvað sem strandríkin hafi ákveðið og Íslendingar hafi ekki skuldbundið sig til þess að virða. „Enda erum við ekki aðilar að þessum samningi,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka