Saka Íslendinga um ofveiði

Skotar saka Íslendinga um að „hrifsa“ til sín makrílinn.
Skotar saka Íslendinga um að „hrifsa“ til sín makrílinn. Helgi Bjarnason

Stjórn­völd í Skotlandi hafa lýst of­veiði ís­lenskra skipa á mak­ríl sem „hneyksli.“ Á frétta­vef BBC kem­ur fram að frétta­stofa BBC í Skotlandi hafi upp­lýs­ing­ar um að ís­lensk skip hafi veitt fimm sinn­um meira en hlut­ur þeirra seg­ir til um.

Frétt BBC er at­hygl­is­verð fyr­ir þær sak­ir að Íslend­ing­ar eru ekki aðilar að samn­ingi strandþjóða um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans. Í frétt BBC kem­ur fram að Íslend­ing­ar hafi gefið þær skýr­ing­ar á hinni miklu veiði að auka mak­ríll sem veiðst hafi sé fylgi­fisk­ur síld­ar­veiða. For­ystu­menn í skosk­um sjáv­ar­út­vegi hafa hins veg­ar sakað Íslend­inga um frekju með því  „hrifsa“ til sín mak­ríl­inn.  

Skot­ar veiða meira en helm­ing
Samn­ing­ur strand­ríkja um mak­ríl­kvót­ann fel­ur í sér að skosk skip geta veitt meira en helm­ing af öll­um mak­ríl sem er veidd­ur í Norðaust­ur Atlants­hafi í samn­ingi sem er met­inn á tugi millj­óna punda fyr­ir skosk­an efna­hag. Önnur ríki fái minni veiðirétt­indi og ís­lensk­ir bát­ar fái að veiða í kring­um 20.000 tonn.

Á ekki við rök að styðjast
Sig­urður Sveinn Sverris­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, seg­ir að þessi frétt hjá BBC eigi ekki við rök að styðjast. „Við erum ekki aðilar að þess­um samn­ingi og all­ur þessi mak­ríll hef­ur verið veidd­ur inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu,“ seg­ir Sig­urður. Hann bæt­ir við að full­trúi Íslend­inga hafi setið sem áheyrn­ar­full­trúi á fundi strand­ríkja um mak­ríl­veiðar ný­lega og ekki fengið að kom­ast að. „Hann fékk ekk­ert að koma að samn­inga­borðinu,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að full­trú­inn  hafi þurft að sitja „frammi á gangi.“ Hann seg­ir að það sé mjög sér­kenni­leg staða að hleypa ekki Íslend­ing­um í þess­ar viðræður því mak­ríl­stofn­inn „gangi ít­rekað inn í ís­lenska lög­sögu.“

Sig­urður seg­ir að þessi tala 20.000 tonn, sé eitt­hvað sem strand­rík­in hafi ákveðið og Íslend­ing­ar hafi ekki skuld­bundið sig til þess að virða. „Enda erum við ekki aðilar að þess­um samn­ingi,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK