Sænski seðlabankinn synjaði íslenska ríkinu um gjaldmiðlaskipti á grundvelli gjaldmiðlaskiptasamnings (e. swap-line) sem ríkin höfðu áður gert með sér. Íslendingar hafa þegar fengið 200 milljón evrur frá norska seðlabankanum og sömu upphæð frá þeim danska á grundvelli gjaldmiðlaskiptasamninga, en hafa ekkert fengið frá sænska seðlabankanum ennþá.
Tomas Lundberg, fjölmiðlafulltrúi sænska seðlabankans, Riksbank, segir i samtali við Bloomberg-fréttaveituna að bankinn hafi fengið fyrirspurn frá Íslendingum en hafi ekki viljað framkvæma skiptin fyrr en lánamál íslenska ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn séu komin á hreint.