Seðlabanki Taívan lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentur í 3,125%. Er þetta fjórða vaxtalækkun bankans á tæpum tveimur mánuðum. Perng Fai-nan, seðlabankastjóri Taívan, segir vaxtalækkunina skýrast af efnahagsástandinu í heiminum. Alls hafa vextir verið lækkaðir um 0,875 prósentur síðustu tvo mánuði.