Skattpíning mest í Danmörku

Dan­ir eru heims­meist­ar­ar í skatt­lagn­ingu tekna þegn­anna sam­kvæmt út­reikn­ing­um end­ur­skoðunar- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPMG.  Þar í landi eru svo­nefnt jaðarskatt­hlut­fall 59% en í Svíþjóð, sem kem­ur næst, er þetta hlut­fall 55%. Á Íslandi er hlut­fallið 35,7%, sam­kvæmt út­reikn­ing­um KPMG.

Jaðarskatt­hlut­fall er það hlut­fall af síðustu krón­unni sem launþegi vinn­ur sér inn sem renn­ur til hins op­in­bera. 

KPNG rann­sakaði skatt­lagn­ingu í 87 lönd­um og kem­ur fram í skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins, að jaðarskatt­hlut­fallið er að jafnaði 28,8% og hef­ur lækkað um 2,5 pró­sent­ur síðasta árið.  Af lönd­un­um 87 hef­ur skatt­hlut­fallið hækkað í 7 en lækkað í 33. Mesta lækk­un­in í Vest­ur-Evr­ópu varð í Frakklandi, úr 48,1% í 40%.

Í Evr­ópu eru lægstu jaðarskatt­arn­ir í aust­ur­hlut­an­um, eru m.a. 10% í Búlgaríu. 

Helena Roberts­son, sem stýr­ir skatta­deild KPMG í Svíþjóð, seg­ir á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins að þótt bú­ast megi við því að tekju­skatt­ar fari lækk­andi í ríkj­um heims á næst­unni muni heild­ar­skatt­lagn­ing ekki minnka vegna þess að óbein­ir skatt­ar af ýmsu tagi, svo sem vöru­gjöld, toll­ar og virðis­auka­skatt­ar, muni hækka.

Skýrsla KPMG

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka