Icebank fær lengri frest

Agnar Hansson
Agnar Hansson mbl/Rax

Spari­sjóðabanki Íslands, sem áður hét Icebank, fær frest til 10. des­em­ber til að reiða fram aukn­ar trygg­ing­ar vegna veðlána í Seðlabanka Íslands. Agn­ar Hans­son, banka­stjóri, seg­ir að er­lend­ir kröfu­haf­ar hafi gefið jafn lang­an frest. Hann von­ast til að ríkið komi að rekstri bank­ans ásamt er­lend­um aðilum.

„Hug­mynd­in er að draga alla að samn­inga­borðinu og semja um skulda­breyt­ingu. Gangi það eft­ir myndu kröfu­haf­ar í Ica­bank verða hlut­haf­ar í bank­an­um,“ seg­ir Agn­ar.

Í end­ur­hverf­um viðskipt­um við Seðlabanka Íslands hef­ur Icebank fengið tæpa 150 millj­arða króna að láni gegn veðum í verðbréf­um í gömlu viðskipta­bönk­un­um. Seðlabank­inn hef­ur gert fjár­mála­fyr­ir­tækj­um að leggja til aukn­ar trygg­ing­ar fyr­ir þess­um veðlán­um og skulu þær nema 50% af heild­ar láns­upp­hæð.

Þess­ar trygg­ing­ar hef­ur Icebank ekki getað lagt fram. Agn­ar seg­ir að því sé þessi leið far­in. Ríkið yrði þá hlut­hafi í Icebank eins og aðrir kröfu­haf­ar. Hug­mynd að hlut­falls­legri skipt­ingu milli þess­ara aðila ligg­ur ekki fyr­ir. Agn­ar seg­ir þó mik­il­vægt að spari­sjóðirn­ir verði hluti af eig­enda­hópn­um til að viðhalda þeirri teng­ingu, sem bygg­ist á ára­tuga­löngu sam­starfi.

„Þetta er eina leiðin fram á við,“ seg­ir Agn­ar og myndi treysta eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans til að standa af sér vænt­an­leg­ar hrær­ing­ar á fjár­mála­mörkuðum. Lyk­il­atriðið sé í hans huga að tryggja að ut­an­rík­is­viðskipti geti farið í gegn­um fleiri aðila en Seðlabanka Íslands. Hann hef­ur sagt Icebank hafa tengslanet til út­landa og stundað greiðslumiðlun milli landa í lang­an tíma.

„Að þessu er unnið í sam­ráði við op­in­bera aðila og er­lenda lána­drottna,“ seg­ir banka­stjóri Icebank.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK