Olíuverð lækkar enn

Á olíumarkaðinum í New York.
Á olíumarkaðinum í New York. AP

Verð á hrá­ol­íu hef­ur lækkað um­tals­vert á heims­markaði í morg­un. Hef­ur verðið á svo­nefndri Brent Norður­sjávar­ol­íu lækkað í 54,37 dali tunn­an á markaði í Lund­ún­um og ekki verið lægra frá því í árs­byrj­un 2007. Er ástæðan sögð sú að miðlar­ar bú­ast við minnk­andi eft­ir­spurn vegna efna­hags­sam­drátt­ar. 

Í New York var verð á hrá­ol­íu, sem af­hent verður í des­em­ber, 57,90 dal­ir í morg­un og hef­ur ekki verið lægra frá því í mars á síðasta ári. 

N1 hækkaði verð á bens­íni og dísi­lol­íu um 4-6 krón­ur lítr­ann í gær og vísaði til lækk­andi geng­is krón­unn­ar að und­an­förnu. Ekk­ert annað ís­lenskt olíu­fé­lag hef­ur enn fetað í þau fót­spor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK