Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir þegar sé farið að gæta áhrifa 700 milljarða dala björgunarpakkans, sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir rúmun mánuði. Aðgerðirnar hafi komið á stöðugleika í bandaríska hagkerfinu.
Paulson bætir því hins vegar við að enn séu mörg verkefni eftir óleyst og að það sé líklegt að enn menn muni enn finna fyrir titringi á mörkuðum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Hann segir að bandarísk stjórnvöld séu hætt við að nota hluta fjármagnsins til að kaupa verðlausar skuldir bankanna.
Þá virðist sem að Paulson hafi útilokað að veita hluta af fénu til bandarískra bílaframleiðenda, en hann segir að björgunarpakkinn eigi einvörðungu við fjármálastofnanir.
Í stað þess að kaupa verðlausar skuldir bankanna, eins og lagt var upp með í byrjun, þá mun féð verða notað til að kaupa hlutabréf fjármálastofnunum í þeim tilgangi að blása lífi í þær.