Pólskt dagblað segir, að Rússar hafi ætlast til þess að Íslendingar greiddu hluta af því láni, sem rætt hefur verið um að taka, til rússneskra kaupsýslumanna, sem töpuðu fé á íslensku bönkunum. Íslendingar hafi hins vegar ekki skilið eða viljað skilja slíka viðskiptahætti.
Ómar R. Valdimarsson vekur athygli á þessi á bloggsíðu sinni og vitnar í pólska fréttavefinn gazeta.pl. Þar er frétt eftir fréttaritara blaðsins í Moskvu þar sem þessi kenning er m.a. birt. Vitnað er í hagfræðingnum Michail Dielagin, sem segir að spilling á Íslandi sé sennilega sú minnsta í heimi. Þess vegna hafi Íslendingar ekki skilið hvað Rússarnir voru að ræða um og því hafi ekkert orðið af lánasamningnum.