Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann

Á meðan gjald­eyr­is­mál lands­ins eru í lamasessi geng­ur smátt og smátt á gjald­eyr­is­forðann sem fyr­ir er. Grein­ing Glitn­is seg­ir, að mik­il van­höld virðist á því að út­flutn­ings­tekj­ur skili sér á inn­lend­an gjald­eyr­is­markað, og hafi því komið til kasta Seðlabanka að leggja til gjald­eyri til inn­flutn­ings úr gjald­eyr­is­forðanum.

Í Morgun­korni Glitn­is seg­ir, að gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans ætti að duga til inn­flutn­ings vöru og þjón­ustu fram yfir fyrsta fjórðung næsta árs að öðru óbreyttu, jafn­vel þótt lítið sem ekk­ert inn­flæði komi á móti frá út­flutt­um vör­um og þjón­ustu. Brýnt sé hins veg­ar að heimt­ur gjald­eyristekna inn í hag­kerfið verði bætt­ar sem allra fyrst, því afar vara­samt sé að stóla lengi á gjald­eyr­is­forðann til fjár­mögn­un­ar inn­flutn­ings.

Frá síðustu mánaðamót­um nema heild­ar­viðskipti í gjald­eyr­is­upp­boðum Seðlabank­ans 60 millj­ón­um evra en Glitn­ir seg­ir, að stærst­ur hluti fram­boðs á evr­um í upp­boðum bank­ans til þessa virðist koma úr gjald­eyr­is­forða bank­ans. At­hygli veki, að í gær urðu eng­in viðskipti í upp­boði bank­ans þar sem hæsta kauptil­boð var nokkru lægra en lægsta sölu­til­boð.

Glitn­ir seg­ir, að töf­in,s em orðin sé á af­greiðslu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á aðstoð til Íslands og þeim lán­um frá öðrum sem í kjöl­farið fylgja hafi marg­háttuð slæm áhrif.

„Í fyrsta lagi tef­ur hún fyr­ir að lag kom­ist á gjald­eyr­is­markað og út­flutn­ings­tekj­ur skili sér inn í hag­kerfið þar sem marg­ir út­flytj­end­ur virðast halda að sér hönd­um með flutn­ing gjald­eyristekna inn í kerfið í þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir. Í öðru lagi geng­ur hægt og síg­andi á gjald­eyr­is­forðann, sem dreg­ur úr slag­krafti Seðlabank­ans til að koma fót­um und­ir krón­una þegar henni verður fleytt. Auk þess er hætta á að töf­in festi í sessi gjald­eyr­is­skömmt­un með tví­g­engis­kerfi, þar sem eitt gengi krónu mun ríkja á inn­lend­um markaði og annað utan land­stein­anna. Loks dreg­ur töf­in og óviss­an enn kjarkinn úr er­lend­um fjár­fest­um sem eiga krón­ur í til­tölu­lega selj­an­leg­um eign­um á borð við rík­is­bréf og inn­stæðubréf og eyk­ur þar með lík­ur á veru­leg­um fjár­magns­flótta þegar krón­unni verður fleytt á ný. Því má ljóst vera að afar brýnt er að því ástandi óvissu og óskil­virks gjald­eyr­is­markaðar sem nú rík­ir linni sem allra fyrst," seg­ir í Morgun­korni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK