Dýrast í Ósló

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Það er dýr­ast að gera inn­kaup í Ósló sam­kvæmt út­reikn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins PriceR­unner, sem hef­ur borið sam­an verð í 24 borg­um um all­an heim. Reykja­vík er með í þeim sam­an­b­urði og kem­ur nokkkuð vel út, er í 8. sæti þegar litið er bæði til Evr­ópu og heims­ins alls.

PriceR­unner hef­ur borið sam­an verð á nokkr­um vin­sæl­um neyslu­vör­um og þjón­ustu í borg­un­um 24. Þar kem­ur m.a. fram að hæg er að spara stór­fé á því að kaupa vör­ur á borð við sjón­vörp og leikja­tölv­ur þar sem þær eru ódýr­ast­ar.  

Þannig er Sony Playstati­on 3 um það bil 20 þúsund krón­um ódýr­ari í Tókýó en Stokk­hólmi. IPod er 20% ódýr­ari í Banda­ríkj­un­um en í Svíþjóð. Og vilji menn kaupa  LE40A656 flat­skjá frá Sam­sung borg­ar það sig ekki að fara til Reykja­vík­ur þar sem slík vara er um 200 þúsund krón­um dýr­ari en í Stokk­hólmi, full­yrðir PriceR­unner.

Stokk­hólm­ur kem­ur hins veg­ar verst út þegar borið er sam­an verð á stræ­tómiðum. Þar kost­ar ein ferð með strætó 30 sænsk­ar krón­ur, jafn­v­irði um 600 ís­lenskra króna, en 2,28 sænsk­ar krón­ur í Shang­haí. 

Þá þarf að greiða mest fyr­ir Big Mac ham­borg­ara í Ósló.

List­inn yfir borg­irn­ar 24:

Shang­hai, Kína, -23,7%
San Francisco, Banda­ríkj­un­um  -15,6%
Vilnius, Lit­há­en,  -14,2%
Var­sjá, Póllandi,  -12%
Búdapest, Ung­verjalandi,  -11%
Lissa­bon, Portúgal,  -8,4%
New York, Banda­ríkj­un­um, -6,8%
Aþena, Grikklandi,    -6,1%
Berlín, Þýskalandi, -5,9%
Prag, Tékklandi, -4%
Róm, Ítal­íu, 2,8%
Brus­sel, Belg­íu, 1,6%
Madríd, Spáni, 1,7%
Vín, Aust­ur­ríki, 2,8%
Amster­dam, Hollandi, 3,%
Tókíó, Jap­an    16    4,3%
Reykja­vík, Íslandi, 4,4%
London, Englandi,  4,7%
Hels­inki, Finn­landi, 8,8%
Dublin, Írlandi, 11,7%
Stokk­hólm­ur, Svíþjóð, 12,2%
Par­ís, Frakklandi, 13,5%
Kaup­manna­höfn, Dan­mörku, 18,4%
Ósló, Nor­egi, 29,%

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK