Svarar gagnrýni um gjafakvóta

Formaður LÍU segir að 32% veiðiheimilda í þorski hafi verið …
Formaður LÍU segir að 32% veiðiheimilda í þorski hafi verið fluttar til smærri báta. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sú gagnrýni að útgerðarmenn landsins geri út á gjafakvóta er á veikum grunni byggð, að því er Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, að því er segir á vefsíðu sambandsins.

Segir Adolf að könnun frá því í vor hafi sýnt að um 87,5% aflaheimildanna sem úthlutað var 1984 hafi skipt um hendur og verið keyptar af núverandi útgerðaraðilum. Aðeins um 12,5% upphaflegs kvóta sé enn í eigu þeirra sem fengu honum úthlutað.

Adolf segir einnig að í umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið sé gjarnan ýjað að því að það sé sniðið að þörfum stærri útgerða. Í þeirri umræðu gleymist t.d. sú staðreynd að frá því að aflamarkskerfinu var komið á hafi 32% veiðiheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta auk þess sem umtalsverðar aflaheimildir í ýsu hafi verið fluttar til þeirra.

Könnunin, sem vísað er til frá í vor, náði til fisktegunda sem voru kvótasettar á sínum tíma og hafa verið það óslitið síðan. Þetta eru þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, síld og loðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka