Bandaríska hagkerfið stendur frammi fyrir meiri niðursveiflu en varð í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar, að mati John Whitehead, fyrrverandi stjórnarformanns fjárfestingarbankans Goldman Sachs.
Á ráðstefnu, sem haldin var á vegum Reuters fréttastofunnar, sagði Whitehead að skuldastaða bandarísks almennings og ríkissjóðs alríkisins væri slík að hann hefði áhyggjur af því að niðursveiflunni væri alls ekki lokið.
Segir hann að áætlanir um skattalækkanir og mikla aukningu í útgjöldum hins opinbera gæti haft afar neikvæð áhrif á lánshæfi bandaríska ríkisins. Segist hann óttast að lánshæfismatsfyrirtækin gætu lækkað einkunn bandaríska ríkisins innan tíðar.