Dótturfélag Skipta gerir samning í Slóveníu

Hreinn Jakobsson
Hreinn Jakobsson

Rík­is­stjórn Slóven­íu bauð út á evr­ópska efna­hags­svæðinu kaup á eft­ir­lit­s­kerfi með skipa­flota sem sigl­ir í slóvenskri lög­sögu.  Á grund­velli til­boða sem bár­ust í útboðið var gengið til samn­inga við Sirius IT, dótt­ur­fé­lag Skipta í Dan­mörku.

Hreinn Jak­obs­son, stjórn­ar­formaður Sirius IT, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu þetta afar ánægju­lega niður­stöðu fyr­ir fé­lagið. „Eft­ir­lit­s­kerfið sem nefn­ist V-track er hannað til að fylgj­ast með allri skipaum­ferð á til­teknu svæði, ekki ósvipað því sem notað er við flug­um­ferðastjórn. Kerfið upp­fyll­ir alla staðla sem Evr­ópu­sam­bandið set­ur á slík eft­ir­lit­s­kerfi og nú þegar eru fleiri Evr­ópu­sam­bands­lönd að skoða þetta kerfi til inn­leiðing­ar enda skýr­ar regl­ur um að öll Evr­ópu­sam­bands­rík­in sem hafi lög­sögu á sjó þurfi að hafa eft­ir­lit með allri skipaum­ferð inn­an sinn­ar lög­sögu.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka