Seðlabanki Danmerkur skoðar nú ósk frá íslenskum stjórnvöldum um nýja lánafyrirgreiðslu, sem kæmi til viðbótar gjaldeyrisskiptasamningi frá því í vor. Sá samningur var upp á 500 milljónir evra og hafa Íslendingar þegar dregið 200 milljónir evra á þann samning.
Karsten Biltoft, talsmaður danska seðlabankans, staðfestir þetta við vefinn business.dk, sem er viðskiptavefur Berlingske Tidende.