Hráolíuverð komið niður fyrir 56 dali

Reuters

Verð á hráolíu fór niður fyrir 56 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun eftir að fregnir bárust af því að samdráttarskeið væri hafið í Japan. Verð á hráolíu til afhendingar í desember lækkaði um 1,11 dali tunnan í 55,93 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun. Á föstudagskvöldið nam lækkunin 1,20 dali tunnan í New York og var lokaverðið 57,07 dalir.

Verð á hráolíu hefur lækkað um 62% frá því um miðjan júlí er það var tæpir 150 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía lækkað im 52 sent í morgun og er 53,72 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK