Kreppan í Bretlandi verður lengri og dýpri en áður var haldið samkvæmt mati stærsta þrýstihóps hagsmunasamtaka í landinu, The Confederation of British Industry (CBI), sem birt var í dag.
CBI telja að efnahagur Bretlands dragist saman um 1,7 prósent á árinu 2009 en hópurinn hafði áður spáð 0,3 prósent vexti á því ári.
Þá spá CBI því að atvinnulausum muni fjölga um allt að eina milljón og að fjöldi þeirra muni verða 2,9 milljónir manna þegar mest lætur. Í dag eru um 1,8 milljónir manna atvinnulausir í Bretlandi.
Talið er að samdráttur í þjóðarframleiðslu í Bretlandi á næsta ári verði sá mesti frá árinu 1991.