Rússar íhuga að veita Íslendingum lán en segja að fjórir milljarðar Bandaríkjadala sé of há fjárhæð. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Dmitrí Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands í dag. Segir hann að ákvörðun Rússa muni byggja á efnahagsástandinu á Íslandi og hvaða önnur lán séu tryggð.
Þegar viðræður hófust við Rússa snemma í október var rætt um lán upp á fjóra milljarða evra, sem svarar til fimm milljarða Bandaríkjadala.
Sjá nánar