Uppskeran eins og sáð var

Davíð Oddsson, Erlendur Hjaltason og Friðrik Már Baldursson á fundi …
Davíð Oddsson, Erlendur Hjaltason og Friðrik Már Baldursson á fundi Viðskiptaráðs í morgun mbl.is/Kristinn

Seðlabanka­stjóri seg­ir að nýliðinn októ­ber líði seint úr minni. Þá urðu veðrabrigði til hins verra. Þá leyst­ust öfl úr læðingi sem höfðu lengi búið und­ir. Seg­ir hann að upp­skera mánaðar­ins hafi verið öm­ur­leg og úr sér í geng­in en að mestu eins og sáð hafði verið til. Seg­ir hann að fyr­ir­hyggju­leysi sáðmanna hafi þar ráðið miklu.

Davíð hafði fram­sögu á fundi Viðskiptaráðs í morg­un og sagði, að Íslend­ing­ar væru reiðir og skyldi eng­an undra.  Upp­skeru­brest­ur síðasta mánaðar muni leiða til þess að þrengra verður í búi hjá flest­um og afar þröngt hjá sum­um. Eðli­legt sé því að fólk sé reitt.

Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir söku­dólg­um en lítið fram­boð, sagði Davíð. Hins veg­ar hafi verð á söku­dólg­um ekki hækkað fram úr hófi. Sagðist hann telja að banka­stjórn Seðlabank­ans hafi verið á toppn­um á list­an­um yfir söku­dólga um tals­verðan tíma en magnað væri, að þeir sem beri mesta sök hafi hæst.

„En þeir eru einnig til sem telja að nú sé lag til að beina reiðinni og sár­ind­un­um fyr­ir vagn síns eig­in hat­urs og hags­muna.

Og það hef­ur tek­ist furðu vel fram að þessu, það er ekki hægt að segja annað. Enda tæk­in til þess enn til staðar og enn í rétt­um hönd­um. En sá leik­ur tek­ur von­andi enda og mun taka enda, því það var rétt hjá Abra­ham Lincoln, að þú get­ur blekkt ákveðinn hóp manna um ákveðinn tíma, en þú get­ur ekki blekkt alla þjóðina um all­ar stund­ir.

Og það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir söku­dólg­um um þess­ar mund­ir, en harla lítið fram­boð. En aldrei slíku vant hef­ur sú mikla markaðsregla, mik­il eft­ir­spurn and­spæn­is litlu fram­boði, ekki leitt til þess að verð á söku­dólg­um hafi hækkað að ráði. En ég er ekki frá því að síðustu vik­urn­ar hafi Seðlabanki Íslands og for­yst­an þar verið í topp­sæti á söku­dólgalist­an­um og það er eig­in­lega ekki hægt annað en að dást svo­lítið að því, að það hafi gengið svona lengi, svo lang­sótt sem það er. Og það magnaða er að á bak við þann áróður all­an standa m.a. þeir sem mesta ábyrgð bera á því hversu illa tókst til."

Davíð sagði, að árið 1998 hefði lög­um verið breytt og banka­eft­ir­lit farið frá Seðlabanka til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Eft­ir sitja verk­efni eins og lausa­fjár­skýrsl­ur og fleira sem litlu skipti í því sem nú hef­ur gerst. Heim­ild­ir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins voru stór­aukn­ar með laga­breyt­ing­unni og stofn­un­in fékk víðtæk úrræði til þess að fá upp­lýs­ing­ar úr banka­geir­an­um, skoða í hverja kytru í banka­stofn­un­um til þess að kanna hvort allt sé með felldu.

Seðlabank­inn hafi hins veg­ar eng­in slík úrræði og geti ekki komið í veg fyr­ir að bank­ar opni úti­bú er­lend­is og safni þar inni­stæðum.

Seðlabanka­stjóri sagði, að það geti hafa verið mis­tök að flytja þetta eft­ir­lit úr Seðlabank­an­um en of seint sé að fást þar um nú. Því sé ekki hægt að ásaka bank­ann um eitt­hvað sem hann geti  ekki breytt og ljót­an leik að ráðast á bank­ann af mönn­um sem vita bet­ur; ljót­an leik sem hefði ekki verið ef kom­ist hefði skikk­an á eign­ar­hald fjöl­miðla.

 „Í öllu þessu gern­inga­veðri og galdra­fári hef­ur tek­ist að horfa fram hjá því að árið 1998 var lög­um á Íslandi breytt svo, að banka­eft­ir­lit var und­an Seðlabanka Íslands tekið og með því fóru nær all­ar heim­ild­ir bank­ans og skyld­ur til að fylgj­ast með því sem var að ger­ast inn­an banka­kerf­is­ins. Eft­ir sitja verk­efni á borð við lausa­fjár­skýrsl­ur, gengis­jafnaðarregl­ur, veðlán og fleira þess hátt­ar, sem litlu máli skipta í því sem nú hef­ur gerst. All­ar leyf­is­veit­ing­ar sem snúa að fjár­mála­stofn­un­um voru færðar frá Seðlabanka til nýs Fjár­mála­eft­ir­lits.

Heim­ild­ir þess, sem voru all­víðtæk­ar fyr­ir, voru aukn­ar og fjár­fram­lög til þess hafa vaxið stór­lega á und­an­förn­um árum. Eft­ir­litið hef­ur víðtæk­ar heim­ild­ir og úrræði til að fá upp­lýs­ing­ar frá banka­kerf­inu, svo það megi gegna sínu hlut­verki, og úrræði til að knýja fram breyt­ing­ar á hátt­semi og heim­ild­ir til þess að fara ofan í hverja kytru, skúffu og skáp í banka­stofn­un­um til að sann­færa sig um að allt sé þar með felldu.

Seðlabank­inn hef­ur eng­in þess hátt­ar úrræði leng­ur, enda hlut­verki hans breytt. Hann get­ur þannig ekki sett til­sjón­ar- eða eft­ir­lits­menn inn í bank­ana, ef hann vildi, eins og Fjár­mála­eft­ir­litið get­ur. Hann get­ur ekki staðreynt hvort regl­ur um lán­veit­ing­ar til eig­enda banka eða til skyldra aðila séu virt­ar, eða hvort veðtaka, t.d. gagn­vart lán­um vegna hluta­bréfa­kaupa séu með eðli­leg­um hætti eða ekki.

Seðlabank­inn get­ur ekki komið í veg fyr­ir að bank­ar opni úti­bú er­lend­is og safni þar inn­stæðum. Þessu var öllu breytt. Það má vera að það hafi verið mik­il mis­tök að færa fjár­mála­eft­ir­lit und­an Seðlabanka, en það er önn­ur saga. Það var gert og því þýðir ekki að láta eins og Seðlabank­inn hafi bæði þær skyld­ur og þau úrræði ennþá á sinni hendi og þess vegna sé hægt að veit­ast að hon­um með offorsi fyr­ir að sinna ekki því eft­ir­liti sem hann hafði á hendi fyr­ir rétt­um ára­tug síðan.

Þeir sem kynda und­ir árás­um á Seðlabank­ann eiga flest­ir að vita bet­ur og hafa þeir því vilj­andi litið fram hjá þess­um meg­in­at­riðum. Er það ljót­ur leik­ur, sem ekki hefði tek­ist ef skyn­sam­leg skip­an hefði kom­ist á eign­ar­hald fjöl­miðla í þessu landi.

Eft­ir að banka­eft­ir­lit var frá Seðlabank­an­um skilið, var skv. lög­um eft­ir það meg­in­verk­efni hans, að leit­ast við að halda verðbólgu í skefj­um með því sem næst eina tæk­inu sem hon­um var til þess fengið, vaxta­tæk­inu. Þá átti bank­inn að ann­ast um að greiðslu­kerfi lands­ins virkuðu og það hef­ur tek­ist meira að segja eft­ir að nær allt banka­kerfið hafði hrunið, að halda því í full­um gangi og var það ekki auðveld­ur leik­ur.

En bar­átta gegn verðbólgu er meg­in­mark­miðið og vaxta­tækið nán­ast eina tækið til að ná því mark­miði eins og fyrr sagði. Ef önn­ur öfl í þjóðfé­lag­inu taka virk­an þátt í bar­átt­unni gegn verðbólgu, þá virk­ar vaxta­tækið ágæt­lega og því má beita af hóg­værð, en ein­mitt við hóf­sama beit­ingu virk­ar vaxta­tækið best. Ef önn­ur öfl í þjóðfé­lag­inu toga í aðrar átt­ir en Seðlabank­inn, á hann eng­an ann­an kost en að beita vaxta­tæk­inu af minni hóf­semd og jafn­vel fast að hóf­leysi og þá fjölg­ar þeim óheppi­legu fylgi­kvill­um sem vaxta­tæk­inu fylgja. Sú staða hef­ur því miður verið uppi síðustu miss­eri og ár vegna mik­ill­ar þenslu á op­in­ber­um vett­vangi og gríðarlegr­ar út­lána­aukn­ing­ar banka­kerf­is­ins.

Banka­kerfið stærði sig op­in­skátt af því að koma mönn­um und­an því að vera háðir vaxta­stefnu Seðlabank­ans með því að hefja lán­veit­ing­ar í er­lendri mynt til aðila sem höfðu eng­ar tekj­ur eða litl­ar í þeirri mynt. Þetta hvort tveggja var skaðvald­ur gagn­vart verðbólgu og þeim sem líða fyr­ir þegar verðbólga vex. Iðulega hef­ur verið mikið um það rætt, að end­ur­skoða þurfi pen­inga­mála­stefn­una eins og það heit­ir, en sjald­an fylgja skyn­sam­leg­ar skýr­ing­ar á því atriði óskalist­ans. Eng­inn vill þó segja beint að það eigi að hætta að berj­ast gegn verðbólg­unni, þótt sum­ir hverj­ir vilji „hleypa henni í gegn”, eins og það er orðað. Það er látið nægja að segja að end­ur­skoða beri pen­inga­mála­stefn­una. Það er mátu­lega þoku­kennd yf­ir­lýs­ing til að hún fari vel í munni þeirra sem ekki vita ná­kvæm­lega um hvað þeir eru að tala.

En þrátt fyr­ir óljós mark­mið af þessu tagi hef­ur Seðlabank­inn valið þann kost­inn að taka vel í þess hátt­ar hug­mynd­ir og hvatt til að menn end­ur­skoði pen­inga­mála­stefn­una og geri það sem allra fyrst.

Reynd­ar er það svo, að á þá stefnu er reglu­bundið horft og hún að því leyti til end­ur­skoðuð af er­lend­um sér­fræðing­um, tvisvar til þris­var á ári. Til dæm­is hafa OECD og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn iðulega tekið hana til ræki­legr­ar skoðunar og jafn­an áréttað, að Seðlabank­inn hafi í meg­in­at­riðum verið á réttri leið í mót­un og beit­ingu pen­inga­stefn­unn­ar, en mikið hafi vantað upp á að aðrir hafi lagst á árar með hon­um og því hafi held­ur illa miðað.

Ég geri því frem­ur ráð fyr­ir því að við end­ur­skoðun pen­inga­mála­stefn­unn­ar, sem ég ít­reka að Seðlabank­inn leggst síst gegn, er afar senni­legt að þetta muni enn koma fram af hálfu er­lendra aðila. En sem sagt eft­ir að banka­eft­ir­litið var frá Seðlabank­an­um tekið var einnig skilið eft­ir hjá bank­an­um það verk­efni að hafa auga með og stuðla að fjár­mála­stöðug­leika eins og það er kallað, þótt Seðlabank­an­um séu ekki feng­in öfl­ug úrræði til þess. Hann á sem sagt í því efni að láta í ljós skoðun sína gagn­vart al­menn­ingi eft­ir því sem við á, gagn­vart yf­ir­völd­un­um í land­inu og gagn­vart banka­stofn­un­un­um sjálf­um. Hann get­ur haft í frammi ábend­ing­ar og til­mæli af ýmsu tagi, en þving­unar­úr­ræðin eru ekki fyr­ir hendi. Þau voru öll flutt til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Því má spyrja vegna þessa verk­efn­is Seðlabank­ans, hvort þar hafi hon­um ekki brugðist boga­list­in og það illi­lega. Sinnti hann þessu hlut­verki sínu vel eða illa? Áttaði hann sig ekki á því hvernig komið var eða í hvað stefndi? Og það er von að spurt sé, því það hef­ur margoft verið látið að því liggja, að hrun banka­kerf­is­ins hafi komið öll­um í opna skjöldu nú í októ­ber, og sum­ir hafa jafn­vel haldið því fram að hrun þess hafi verið óþarft og heima­til­búið því ein­göngu hefði þurft að lána Glitni ca. 80 millj­arða króna sam­kvæmt hraðbeiðni þess banka og þá hefði allt verið í himna­lagi. Þetta er slík bá­bilja að ekki tali tek­ur, en þó gefst von­andi tæki­færi til að fara í gegn­um þann þátt­inn sér­stak­lega síðar.

En um hitt, að bankakrepp­an hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti og lagt allt í rúst, vil ég fjalla ör­lítið nán­ar. Og einnig um þær full­yrðing­ar að Fjár­mála­eft­ir­lit, Seðlabanki og stjórn­völd­in í land­inu hafi ekki vitað eða ekki fengið að vita í hvað stefndi. Bank­arn­ir sem fóru í þrot hafa haldið því fram upp á síðkastið að í raun hafi hlut­irn­ir verið í bæri­legu lagi hjá þeim, en fram­ganga stjórn­vald­anna hafi eins og að fram­an sagði, leitt þá í þrot. Þannig hef­ur mynd­in verið dreg­in upp, af­bökuð mjög og í skötu­líki," sagði seðlabanka­stjóri.

Ræða Davíðs Odds­son­ar


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK