Danskur fjárfestingarsjóður að kaupa Sterling

Fullyrt er að danski fjárfestingarsjóðurinn Axcel eigi í viðræðum við skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Sterling um að kaupa reksturinn. Viðræðurnar virtust hafa farið út um þúfur í gær þegar stéttarfélag flugmanna og flugfreyja hafnaði því að gera nýjan kjarasamning en slíkur samningur var hins vegar gerður í nótt. Staðfest hefur verið að starfsmennirnir taka á sig launalækkun með samningnum.

Axcel var stofnaður árið 1994. Hluthafar eru danskir fjárfestar, þar á meðal FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings en var settur sem veð fyrir 500 milljóna evra láni, sem íslenski bankinn fékk hjá íslenska seðlabankanum. Einnig eru Nordea og Kirkbi, fjárfestingarfélag Lego-fjölskyldunnar og danskir lífeyrissjóðir meðal hluthafa.

Gert er ráð fyrir því að á morgun skýrist hvort af kaupunum á Sterling verði. Er hugsanlegt að flugvélar Sterling komist á loft um helgina gangi allt samkvæmt áætlunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK