Eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlits og Seðlabanka

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að ábyrgðin á bankahruninu hér heima fyrir sé fyrst og fremst bankanna sjálfra og stjórnenda þeirra en ekki eftirlitsstofnana eins og FME eða Seðlabankans.

„Ástæða er til þess að minna á að lögin um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru sett 1998, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra. Skipulag eftirlitsins var – og er – í samræmi við það sem talin er besta framkvæmd á þessu sviði í markaðshagkerfum Vesturlanda. Þegar lögin voru sett og Fjármálaeftirlitið (FME) stofnað var fylgt fordæmi nágrannaríkja eins og Noregs og Bretlands. Talið var nauðsynlegt að eftirlit með bönkum, sparisjóðum, tryggingafélögum, verðbréfafyrirtækjum og lífeyrissjóðum væri á einni hendi vegna þess að fjármálastarfsemin var ekki lengur í fastmótuðum skorðum eftir tegundum fyrirtækja heldur fór samskonar eða skyld starfsemi fram á vegum þessara fyrirtækja á víxl og mörg þeirra sinntu fjölþættri starfsemi.

Skipulagið tók þannig mið af breytingum á fjármálamarkaði. Skipulagið er þó ekki aðalatriðið heldur virkni eftirlitsins. Þess má geta að á síðastliðnu sumri fékk FME góðan vitnisburð frá úttektarnefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom til landsins sérstaklega til að kanna tilhögun eftirlits með fjármálastarfsemi og fjármálastöðugleika.

Eftirlitshlutverk Seðlabankans

Verkaskiptingin milli Seðlabankans og FME

Auk þess sem að framan greinir hefur Seðlabankinn sett sér það verkefni að beita sér fyrir breytingum á reglum og lagalegri umgjörð um starfsemi fjármálafyrirtækja og viðskipti á markaði eftir því sem hann telur tilefni til. Slíkt verkefni er hins vegar ekki ætlað FME. Verkefni FME er að líta eftir því að starfsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sé í samræmi við gildandi lög og reglur. FME fylgist í þessu skyni með fjárhagsstöðu fyrirtækjanna hvers fyrir sig. Úttekt á fjármálakerfinu í heild er hins vegar á verksviði og valdsviði ríkisstjórnar og Seðlabanka.

Bankahrunið

Endurreisn bankakerfisins

Eftirlitsstofnanirnar eiga ekki að reka bankana heldur setja þeim skorður, vara við hættum og veita aðhald á grundvelli laga og reglna. Alla þætti í þeirri framkvæmd þarf að endurmeta. Framundan er mikið verkefni að bæta úr þeim ágöllum fjármálakerfisins sem hafa komið svo óþyrmilega í ljós í fjármálakreppunni. Þetta er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðfangsefni. Víða um lönd fer nú fram endurskoðun á reglum og tilhögun eftirlits með fjármálastarfsemi, hefur Evrópusambandið til dæmis í þessum mánuði skipað nefnd sem falið er að koma með tillögur á þeim vettvangi. Allir þeir sem þessu málasviði tengjast þurfa nú að taka þátt í endurreisn fjármálakerfisins. Nú þarf samstillt átak til þess að endurheimta trúverðugleika og traust.

Höfundur er formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, fv. bankastjóri, alþingismaður og ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK