Enn lækkar verð á hráolíu

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hefur haldið áfram að lækka í dag á sama tíma og hlutabréfaverð hefur fallið víða. Eins höfðu nýjar tölur um samdrátt á fasteignamarkaði sín áhrif og hækkun á vísitölu neysluverðs í Bandaríkjunum.

Verð á hráolíu til afhendingar í janúar lækkaði um 66 sent og er 54,10 dalir tunna á NYMEX markaðnum í New York. Fyrr í dag fór tunnan í 53,66 dali og hefur ekki verið lægri í heilt ár. Verð á hráolíu hefur lækkað um 63% frá því það fór hæst í 147,27 dali um miðjan júlí.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK