Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirbýr nú björgunaraðgerðir fyrir evrópskt efnahagslíf upp á 130 milljarða evra, að sögn talsmanns efnahagsráðuneytis Þýskalands. Hún segir í samtali við AFP fréttastofuna að það samsvari um 1% af vergri landsframleiðslu hvers ríkis innan ESB. Það þýði um 25 milljarða evra fyrir Þýskaland.