Verð á hráolíu hækkaði um 8 sent í Asíu í morgun og er 54,47 dalir tunnan. Í gær lækkaði verð á hráolíu um 56 sent tunnan í 54,39 dali á NYMEX markaðnum í New York. Hefur hráolíuverð ekki verið lægra síðan í janúar 2007. Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 30 sent í morgun og er 52,54 dalir tunnan.