Lettar óska eftir aðstoð IMF

Ivas Godmanis, forsætisráðherra Lettlands, sagði ferli tengt ákveðnum banka tengjast …
Ivas Godmanis, forsætisráðherra Lettlands, sagði ferli tengt ákveðnum banka tengjast viðræðunum. Reuters

Stjórnvöld í Lettlandi ætla að hefja formlegar viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð, að því er Ivas Godmanis, forsætisráðherra landsins greindi frá í dag. Tilgangurinn væri að koma jafnvægi á efnahag landsins. Godmanis vildi þó ekki greina frá hvenær viðræðurnar myndu hefjast.

Ferli tengt „ákveðnum banka“ væri þó tengt viðræðunum að sögn Godmanis, sem ekki vildi skýra mál sitt frekar.

8 nóvember sl. ákváðu lettnesk stjórnvöld að kaupa 51% hlut í Parex, stærsta innlenda banka landsins og öðrum stærsta bankanum í Lettlandi. Fyrir þetta greiddi stjórnin tæpar 500 íslenskar krónur, en kaupin komu til eftir að Parex tapaði stórum fjárhæðum. Sögðu stjórnvöld aðgerðir sínar til þess ætlaðar að forða frekari fjármálakreppu í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK