Séreign bundin í bréfum

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.

Mikill meirihluti starfsmanna gamla Kaupþings safnaði viðbótarlífeyri í séreignarsjóði sem keypti einvörðungu bréf í bankanum fyrir það fé sem inn í hann rann. Þegar Kaupþing féll og ríkið tók yfir bankann varð virði þeirra bréfa að engu og viðbótarlífeyrir starfsmannanna hvarf.

Í sjóðnum, sem hét Séreignarsjóður Kaupþings, voru tæpar þrjár milljónir hluta þegar bankinn féll. Gengi bréfa í Kaupþingi var þá 654 og virði hlutanna á þeim tíma því tæpir tveir milljarðar króna.

Starfsfólki Kaupþings buðust tvær mismunandi leiðir til viðbótarlífeyrissparnaðar innan bankans; annars vegar að setja tvö prósent í þennan séreignarsjóð og tvö prósent í annað, eða setja fjögur prósent í séreignarsjóðinn og fá þá sömu upphæð í mótframlag frá Kaupþingi. Langstærsti hluti starfsmanna valdi síðari leiðina og hefur því tapað öllum þeim viðbótarlífeyri sem þeir höfðu lagt í séreignarsjóðinn. thordur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK