Áhugi á Kaupþingi í Lúxemborg

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Forsætisráðherra Belgíu, Yves Leterme, segir að nokkrir aðilar hafi sýnt áhuga á því að kaupa dótturfélag Kaupþings í Lúxemborg, Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Það gefi sparifjáreigendum þar nokkrar vonir um að fá peninga sína til baka. Reuters fréttastofan greinir frá þessu 

Leterme segir að meðal hugsanlegra kaupenda séu nokkrir aðilar sem hafi sýnt kaupum á útibúi Kaupþings mikinn áhuga, en fara verði varlega í sakirnar. Hann segir þó ekki hverjir hinir áhugasömu aðilar væru. Þetta kom fram á fréttamannafundi eftir að hann hitti fulltrúa sparifjáreigenda.

 Kaupthing Bank Luxembourg S.A. sótti um greiðslustöðvun þann 9. október sl. í kjölfar yfirtöku íslenska ríkisins á Kaupþingi hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK