Einungis 35 fasteignir seldar á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is

Alls var 35 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 14.-20. nóvember og var heildarveltan 943 milljónir króna. Í vikunni 16.-22. nóvember í fyrra var 183 kaupsamningum þinglýst á sama svæði og heildarveltan var 5.920 milljónir króna. Í vikunni sem er að líða var engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri.

Á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst 24 kaupsamningum um eignir í fjölbýli, 9 samningum um sérbýli og 2 samningum um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði í vikunni sem er að líða. Meðalupphæð á samning er 26,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 93 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,3 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka