Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur var með 39.588 milljóna króna halla fyrstu níu mánuði ársins 2008 samkvæmt árshlutauppgjöri, sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag.
Er niðurstaðan alfarið sögð skýrast af 63,7% gengisfalli íslensku krónunnar. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, hafi verið jákvæð um 8,2 milljarða króna og hækkaði um 11,9% frá sama tímabili árið 2007.
Fyrirtækið hafi þá aukið raforkusölu sína í erlendri mynt verulega á þriðja ársfjórðungi.