Lárus Welding: Rangt að reglur hafi verið brotnar

Lárus Welding.
Lárus Welding. mbl.is/Kristinn

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að það sé rangt, sem haldið er fram í frétta­skýr­ingu í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, að verklags­regl­ur við lán­veit­ing­ar hafi verið brotn­ar hjá bank­an­um. Um lán­veit­ing­ar til tengdra aðila gildi strang­ar regl­ur og þeim hafi verið  fylgt í einu og öllu í hans for­stjóratíð. 

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

„Sem fyrr­ver­andi for­stjóri gamla Glitn­is banka hf. harma ég að Morg­un­blaðið skuli birta trúnaðar­upp­lýs­ing­ar er varða viðskipta­vini bank­ans og að trúnaður við þá hafi verið brot­inn. Í grein­inni eru rang­færsl­ur og þar eru dregn­ar rang­ar álykt­an­ir út frá tak­mörkuðum upp­lýs­ing­um. Ég tek fram að við vinnslu þess­ar­ar frétt­ar var ekki haft sam­band við mig.
 
Um­fjöll­un um mál­efni banka og viðskipta­vini þeirra er trúnaðar­mál sem lýt­ur ströng­um regl­um. Í þeim efn­um er ábyrgð fjöl­miðla mik­il og afar mik­il­vægt að þeir fari jafn­framt að lög­um. Eins og all­ir starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja er ég bund­inn af banka­leynd og á því erfitt með að svara ein­stök­um atriðum og ávirðing­um sem Morg­un­blaðið set­ur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eft­ir­far­andi á fram­færi:
 
Morg­un­blaðið held­ur því fram að verklags­regl­ur við lán­veit­ing­ar sem fjallað er um hafi verið brotn­ar hjá bank­an­um. Þetta er rangt.
 
Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lán­veit­ing­ar til tengdra aðila gilda strang­ar regl­ur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni for­stjóratíð. 
 
Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) gerði í nóv­em­ber 2007 út­tekt á mál­um varðandi Stím ehf. sem Morg­un­blaðið fjall­ar um og af­henti bank­inn FME all­ar upp­lýs­ing­ar um lán­veit­ing­ar til fé­lags­ins.
 
Á þeim tíma sem ég gegndi starfi for­stjóra Glitn­is átti ég mjög tíð og opin sam­skipti við Fjár­mála­eft­ir­lit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórn­end­ur mín­ir að öllu leiti að þeirra til­mæl­um.  Þau lutu einkum að þeim sam­eig­in­legu mark­miðum bank­ans og eft­ir­litsaðila að bank­inn bætti trygg­inga­stöðu sína, drægi úr lán­veit­ing­um til eign­ar­halds­fé­laga, styrkti eig­in­fjár­hlut­fall og minnkaði efna­hags­reikn­ing sinn. Að þessu var unnið.
 
Nú hef­ur verið ákveðið að mál­efni gömlu bank­anna verði rann­sökuð til hlít­ar. Ég fagna því en tel mik­il­vægt að rann­sókn­in verði fram­kvæmd af þar til bær­um óháðum er­lend­um sér­fræðing­um og að þeim verði veitt nægi­legt svig­rúm við þá rann­sókn.
 
Virðing­ar­fyllst,
Lár­us Weld­ing"

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK