Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherjabræðra, hefur boðið 42 milljarða króna í Tryggingamiðstöðina að því er greint var frá í fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Einnig á að hafa borist tilboð frá Guðbjörgu Matthíasdóttur, einum af fyrrum eigendum TM og fleirum, upp á 30 milljarða króna.
Hafa talsmenn Stoða staðfest að tvö tilboð hafi borist í tryggingafélagið en vilja ekki greina frá um hvaða upphæðir sé að ræða. TM er eitt verðmætasta fyrirtækið í eignasafna Stoða og hefur verið mikill áhugi á fyrirtækinu. Tilboðin eru nú í skoðun og verður því tilboði sem er hærra tekið.
Áhöld eru hins vegar að sögn heimildamanna RÚV um það hvort að fyrirtækið sé 42 milljarða kr. virði.