Reynt að bjarga Woolworth

AP

Framkvæmdastjórn bresku verslunarkeðjunnar Woolworths hefur um helgina setið á fundum og rætt um hvernig bjarga megi fyrirtækinu frá þroti. Breska fjárfestingarfélagið Hilco hefur boðist til að kaupa Woolworths og að sögn breska blaðsins Sunday Times hljóðar tilboðið upp á 1 pund og yfirtöku á skuldum. Baugur á um 10% hlut í Woolworth.

Hilco sérhæfir sig í að kaupa verslunarkeðjur og endurskipuleggja rekstur þeirra. Að sögn Sunday Times vill Hilco kaupa 840 verslanir Woolworths fyrir 1 pund og yfirtöku á 264 milljóna punda af skuldum félagsins. Þessu tilboði höfnuðu lánardrottnar Woolworths í síðustu viku og nú hefur Hilco boðist til að yfirtæka stærri hluta af skuldunum, sem alls nema um 385 milljónum punda, jafnvirði 81 milljarðs króna.

Blaðið segir, að ef ekki nást samningar um helgina sé hætta á að Woolworths verði sett í gjaldþrotameðferð og þá séu 30 þúsund störf hjá fyrirtækinu í hættu. Gert er ráð fyrir að ef Hilco kaupir Woolworths verði stór hlutu verslana keðjunnar seldur. 

Kaupsýslumaðurinn Ardeshir Naghshineh, sem er stærsti einstaki hluthafi Woolworths með 10,2% hlut, reynir enn að berjast fyrir sjálfstæði fyrirtækisins. Segir Sunday Times að hann ætli að hitta framkvæmdastjórn Woolworths og fulltrúa banka og kynna fyrir þeim björgunaráætlun, sem felst í því að selja 200 verslunarleyfi og endurskipuleggja reksturinn. 

Þá eru stjórnendur Baugs, sem á um 10% hlut, einnig sagðir afar ósáttir við hvernig komið er fyrir Woolworths. 

Hilco keypti fyrr á þessu ári verslunarkeðjuna MK One af Baugi og setti hana strax í skiptameðferð og seldi síðan reksturinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK