Vilja Kaupþing í Lúxemborg

Sigurður Einarsson vill kaupa Kaupþing í Lúxemborg.
Sigurður Einarsson vill kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Kristinn Ingvarsson

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­um stjórn­ar­formaður Kaupþings og Magnús Guðmunds­son, fyrr­um for­stjóri Kaupþings Banka í Lúx­em­borg fara fyr­ir hópi fjár­festa sem vilja kaupa Kaupþing í Lúx­em­borg. Er stærsti hluti hóps­ins er­lend­ir fjár­fest­ar að því er fram kom í frétta­tíma Stöðvar 2.

Þetta fékkst ekki staðfest hjá skila­nefnd Kaupþings. Ekki náðist í Sig­urð Ein­ars­son né Magnús Guðmunds­son.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skila­nefnd­inni hafa fjár­fest­ar nokk­urn áhuga á að eign­ast starf­semi bank­ans í Lúx­em­borg. Kaupþing Lúx­em­borg sé í sölu­ferli og nokkr­ir hafi skoðað fyr­ir­tækið. Þó sé ekk­ert til­boð komið fram.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði eft­ir fund með Yves Leterme, for­sæt­is­ráðherra Belg­íu, 17. októ­ber síðastliðinn, að rætt væri um að end­ur­reisa Kaupþing í Lúx­em­borg, vænt­an­lega í smækkaðri mynd, og sjá til þess að hann gæti séð um sín­ar skuld­bind­ing­ar.

Kaupþing í Lúx­em­borg rak einnig úti­bú í Genf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK