Glitnir semur nýjar lánareglur

Friðrik Tryggvason

Bankastjóri Nýja Glitnis segir í bréfi til starfsmanna að bankinn muni grípa til viðeigandi ráðstafana vegna þess að bankaleynd hafi augljóslega verið brotin og vísar þar til greinar Agnesar Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðisins með forsíðufyrirsögninni Lánabók opnuð.

Í bréfinu kemur jafnframt fram að Nýi Glitnir vinni nú að því að endurskoða og bæta enn frekar ýmsa ferla í starfsemi bankans. Nýjar reglur hafi verið lagðar fyrir stjórn bankans. Bréfið er svohljóðandi:

„Kæru samstarfsmenn Nýja Glitnis

Um helgina voru háværar umræður í fjölmiðlum um gamla Glitni og ákveðin lánamál honum tengdum. Ég geri mér fulla grein fyrir hversu illa slík umræða fer í starfsmenn Nýja Glitnis sem stoltir unnu af hollustu fyrir sinn fyrrverandi vinnuveitenda. Ómaklega voru nöfn viðskipta- og lánastjóra dregin fram í blaðagrein sem ekki tengjast umræðunni á neinn hátt.

Bankastarfsemi grundvallast á trausti. Í þeirri umræðu sem farið hefur fram um bankaleynd síðustu daga má ekki gleyma að það er lykilatriði að viðskiptavinir geti treyst bankanum sínum fyrir trúnaðarupplýsingum og að traust ríki á milli starfsmanna bankans hvað þetta varðar. Í umræddu tilviki er augljóst að þagnarskylda var brotin og bankinn mun grípa til viðeigandi aðgerða þar að lútandi.

Nú er í gangi áreiðanleikakönnun á skiptingu gamla og nýja Glitnis. Virt alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa yfirumsjón með þeirri vinnu. Hluti af þessari framkvæmd er rannsókn á starfsemi gömlu bankanna og aðdraganda bankahrunsins. Ég fagna því að slík rannsókn fari fram.

Á þessum tímum er mjög mikilvægt að starfsfólk Nýja Glitnis fái frið til að horfa fram á veginn og leysa úr þeim fjölmörgu úrlausnarefnum sem það stendur frammi fyrir. Það eru stór verkefni framundan við að leysa fjármál viðskiptavina okkar sem vegna þrenginga í efnahagslífinu þurfa úrlausn og stuðning. Þetta er okkar verkefni og því ætlum við að sinna af alúð.

Bestu kveðjur,

Birna„

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK