Glitnir semur nýjar lánareglur

Friðrik Tryggvason

Banka­stjóri Nýja Glitn­is seg­ir í bréfi til starfs­manna að bank­inn muni grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana vegna þess að banka­leynd hafi aug­ljós­lega verið brot­in og vís­ar þar til grein­ar Agnes­ar Braga­dótt­ur í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðis­ins með forsíðufyr­ir­sögn­inni Lána­bók opnuð.

Í bréf­inu kem­ur jafn­framt fram að Nýi Glitn­ir vinni nú að því að end­ur­skoða og bæta enn frek­ar ýmsa ferla í starf­semi bank­ans. Nýj­ar regl­ur hafi verið lagðar fyr­ir stjórn bank­ans. Bréfið er svohljóðandi:

„Kæru sam­starfs­menn Nýja Glitn­is

Um helg­ina voru há­vær­ar umræður í fjöl­miðlum um gamla Glitni og ákveðin lána­mál hon­um tengd­um. Ég geri mér fulla grein fyr­ir hversu illa slík umræða fer í starfs­menn Nýja Glitn­is sem stolt­ir unnu af holl­ustu fyr­ir sinn fyrr­ver­andi vinnu­veit­enda. Ómak­lega voru nöfn viðskipta- og lána­stjóra dreg­in fram í blaðagrein sem ekki tengj­ast umræðunni á neinn hátt.

Banka­starf­semi grund­vall­ast á trausti. Í þeirri umræðu sem farið hef­ur fram um banka­leynd síðustu daga má ekki gleyma að það er lyk­il­atriði að viðskipta­vin­ir geti treyst bank­an­um sín­um fyr­ir trúnaðar­upp­lýs­ing­um og að traust ríki á milli starfs­manna bank­ans hvað þetta varðar. Í um­ræddu til­viki er aug­ljóst að þagn­ar­skylda var brot­in og bank­inn mun grípa til viðeig­andi aðgerða þar að lút­andi.

Nú er í gangi áreiðan­leika­könn­un á skipt­ingu gamla og nýja Glitn­is. Virt alþjóðlegt end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki hef­ur verið ráðið til að hafa yf­ir­um­sjón með þeirri vinnu. Hluti af þess­ari fram­kvæmd er rann­sókn á starf­semi gömlu bank­anna og aðdrag­anda banka­hruns­ins. Ég fagna því að slík rann­sókn fari fram.

Á þess­um tím­um er mjög mik­il­vægt að starfs­fólk Nýja Glitn­is fái frið til að horfa fram á veg­inn og leysa úr þeim fjöl­mörgu úr­lausn­ar­efn­um sem það stend­ur frammi fyr­ir. Það eru stór verk­efni framund­an við að leysa fjár­mál viðskipta­vina okk­ar sem vegna þreng­inga í efna­hags­líf­inu þurfa úr­lausn og stuðning. Þetta er okk­ar verk­efni og því ætl­um við að sinna af alúð.

Bestu kveðjur,

Birna„

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK