Norðmenn óttast að áhrifin af fjármálakreppunni muni koma fram í Noregi í ljósi þess að Íslendingar eiga hluti í mörgum norskum fyrirtækjum.
Blaðið Dagens Næringsliv hefur eftir Kjell-Ola Kleiven hjá norska greiningarfyrirtækinu Dun & Bradstreet, að gjaldþrotum á Íslandi hafi fjölgað um nærri 70% á þriðja ársfjórðungi.
Kleiven segist óttast að þetta hafi áhrif í Noregi og ljóst sé að uppstokkun verði á eignarhaldi þeirra norsku fyrirtækja, sem Íslendingar eigi í.