Norðmenn óttast íslensk kreppuáhrif

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Norðmenn óttast að áhrifin af fjármálakreppunni muni koma fram í Noregi í ljósi þess að Íslendingar eiga hluti í mörgum norskum fyrirtækjum.

Blaðið Dagens Næringsliv hefur eftir  Kjell-Ola Kleiven hjá norska greiningarfyrirtækinu Dun & Bradstreet, að gjaldþrotum á Íslandi hafi fjölgað um nærri 70% á þriðja ársfjórðungi.

Kleiven  segist óttast að þetta hafi áhrif í Noregi og ljóst sé að uppstokkun verði á eignarhaldi þeirra norsku fyrirtækja, sem Íslendingar eigi í.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK