Reyna að „affrysta" lánamarkað

Bandaríski seðlabankinn hyggst verja 800 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 112 billjóna króna, til að reyna að koma jafnvægi á fjármálakerfi landsins. Þessar aðgerðir koma til viðbótar 700 milljarða dala aðgerðaráætlun, sem Bandaríkjaþing samþykkti í haust.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, sagði markmiðið að auka útlán til neytenda. Verður um 600 milljörðum dala varið í að kaupa upp sérvarin skuldabréf, sem eru með veði í fasteignalánum, en 200 milljörðum verður varið í að reyna að hleypa lífi í neytendalánamarkaðinn.  En bandarískar lánastofanir eru afar tregar til að lána fé um þessar mundir vegna samdráttarskeiðs, sem nú er hafið í efnahagsmálum.

Telur Paulson að alvarlegt sé hversu tregar lánastofnanir eru til að lána fé til almennings og fyrirtækja og það geti valdið því að efnahagssamdrátturinn reynist alvarlegri en ella. Sagði hann að venjuleg neytendalán á borð við kreditkort, bílalán og námslán hefðu nánast stöðvast í október og því yrði að grípa til nýrra aðgerða til að koma þessum lánum í eðlilegt horf. 

Fjármálasérfræðingar hafa almennt telið þessum aðgerðum og telja að þær muni skila tilætluðum árangri. 

Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK