Herða þarf reglur um banka

Efnahags- og framfarastofunin, OECD, segir í nýrri skýrslu um Íslands að endurskoða þurfi íslenskar lagareglur um  banka, þar á meðal að herða reglur um eftirlit með bankastarfsemi, til að tryggja að bankakreppa, eins og nú ríkir, endurtaki sig ekki.

Í umfjöllun stofnunarinnar segir, að djúpt samdráttarskeið sé framundan á Íslandi allt til ársins 2010 og atvinnuleysi muni vaxa mikið á næstu tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir verðbólguskoti vegna gengisfalls krónunnar þótt verðbólgan muni minnka verulega þegar ró hefur komist á gengið. 

„Stjórnvöld eiga við mjög erfið vandamál að etja og  auk bankakreppunnar þurfa þau að fást við verðbólgu. Verkefni seðlabankans yrði auðveldara ef aðilar vinnumarkaðar ákveða að líta fram hjá verðbólgukúfnum, sem starfar af gengisfalli krónunnar," segir OECD.

Stofnunin spáir því að einkaneysla dragist saman um 4,2% á þessu ári,  16,8% á næsta ári og  4,2% árið 2010. Spáð er  9,3% samdrætti vergrar landsframleiðslu árið 2009 og  0,7% samdrætti 2010. Þá verði verðbólga, á grundvelli vísitölu neysluverðs, 12,1% í ár, 14,9% á næsta ári og  6,9% árið 2010. Spáð er 7,4% atvinnuleysi á næsta ári og 8,6% árið 2010.

Umfjöllun OECD um Ísland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK