Mikið tap norska olíusjóðsins

Stórþingið í Ósló.
Stórþingið í Ósló. norden.org/Mikael Risedal

Norski olíusjóðurinn, sem er lífeyrissjóður norska ríkisins, tapaði 173 milljörðum norskra króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Það svarar til liðlega 3.400 milljarða íslenskra króna miðað við skráð gengi Seðlabankans.

Yngve Slyngstad, forstjóri norska olíusjóðsins, segir í samtali við fréttavefinn E24, að þriðji ársfjórðungur hafi verið mjög óvenjulegur fyrir sjóðinn, en hann hefur aldrei fyrr tapað álíka miklu.

Markaðsvirði sjóðsins var í lok september um 2.120 milljarðar norskra króna. Segir í frétt E24 að tap sjóðsins það sem af er þessu ári, sé um 500 milljarða norskra króna, og þar af sé tapið mest í október og nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK