Hið fullkomna fárviðri

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn lýs­ir þeim hremm­ing­um, sem ís­lenskt efna­hags­líf hef­ur lent í, sem hinu full­komna fár­viðri. Í þessu óveðri hafi ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki orðið fyr­ir  fimmþættu áfalli, sem muni vænt­an­lega hafi mik­il áhrif á einka­neyslu og fjár­fest­ing­ar. 

Sjóður­inn seg­ir, að Íslend­ing­ar hafi reynslu af því að fást við efna­hags­leg áföll. Ábyrg­ir kjara­samn­ing­ar muni ráða úr­slit­um um hvernig tekst að fást við áfallið nú. Þá sé það mik­ill styrk­ur Íslend­inga, að þeim tak­ist jafn­an að ná breiðri póli­tísk sam­stöðu um aðgerðir. Þá sé hag­kerfið afar sveigj­an­legt.

Áföll­in fimm, sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn skil­grein­ir, eru eft­ir­far­andi:

  • Geng­is­áfall þar sem gengi krón­unn­ar hafi lækkað um 65% á þessu ári. Heim­ili og fyr­ir­tæki séu ber­skjölduð fyr­ir þessu vegna þess að um það bil ¾ af skuld­um fyr­ir­tækja og 20% af skuld­um heim­ila séu tengd­ar við er­lenda gjald­miðla. Að auki séu skuld­ir ís­lenskra heim­ila ein­ar þær mestu í þróuðum ríkj­um, eða yfir 300% af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Verðbólgu­áfall, en áætlað er að verðbólga fari yfir 20% í lok árs­ins 2008. Í ljósi verðtrygg­ing­ar lána heim­il­anna, sem er um 75%, aðallega vegna fast­eigna­kaupa, muni verðbólg­an lækka verðgildi fast­eigna.
  • Eigna­áfall, þar sem hluta­bréfa­verð hef­ur hrunið og yfir 80% af ís­lenska hluta­bréfa­markaðnum þurrkaðist út og verðgildi skulda­bréfa fyr­ir­tækja hrunið. Sjóðir hafi orðið fyr­ir mikl­um skakka­föll­um. Að auki sé reiknað með því að fast­eigna­verð lækki um yfir 25%, sem skerði mjög mikið eign­ir heim­il­anna, hugs­an­lega um 100-150% af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Tekju- og at­vinnu­áfall en gert er ráð fyr­ir að kaup­mátt­ur lækki um allt að 18% til árs­ins 2010 og at­vinnu­leysi sé áætlað 8-9% árið 2010 þegar fyr­ir­tæki reyna að mæta áfall­inu með upp­sögn­um eða verða gjaldþrota. Þá sé einnig reiknað með því að er­lend­ir verka­menn hverfi að mestu úr land­inu sem aft­ur dragi úr einka­neyslu. Fólks­flutn­ing­ar frá land­inu munu enn frek­ar auka þrýst­ing á fast­eigna­verð.
  • Láns­fjárá­fall. Al­menn­ingu og fyr­ir­tæki hafði greiðan aðgang að láns­fé á  upp­gangs­tím­an­um  en það mun vænt­an­lega breyt­ast mikið og bú­ist sé við að út­lán drag­ist veru­lega sam­an. Nýju bank­arn­ir muni vænt­an­lega verða mun var­kár­ari í út­lán­um en hinir gömlu. Þegar eign­ir og tekj­ur heim­ila minnka og hagnaður fyr­ir­tækja dregst sam­an mun aðgang­ur að láns­fé verða afar tak­makaður.

Skýrsla Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK