Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna tímasetningar um endurreisn íslensks efnahagslífs sem sameiginleg áætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins gengur út frá:
Aðgerðir sem gera skal til nú þegar er hækkun stýrivaxta í 18 prósent svo og að koma á laggirnar nefnd sem samanstendur af fulltrúum forsætisráðuneytis, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneyti til að samræma markaða stefnu og verður undir forsæti sérfræðings sem fyrir endurskipulagningu bankakerfisins. Hvort tveggja er komið til framkvæmda.
Í öðru lagi er fjallað um fjármagnsinnspýtingu í nýju bankana þrjá með útgáfu ríkisskuldabréfa á markaði sem miða að því að koma eiginfjárhlutfalli þeirra í það minnsta 10 prósent. Þessu skal lokið í lok febrúar 2009.
Einnig skal fá reyndan tilsjónarmann í bankastarfsemi til að gera úttekt (til birtingar) á regluverki og hvernig staðið er að eftirliti, þar á meðal reglum um lausafjárstýringu, tengd lán, miklar stöðutökur og áhættu, krosseignatengsl, viðeigandi tengsl eigenda og stjórnenda, og gera tillögur þar að lútandi. Á að liggja fyrir í lok mars 2009.
Í þriðja lagi er talað um að móta stefnu um endurheimt eigna, og á liggja fyrir í lok nóvember 2008. Einnig að Fjármálaeftirlitið yfirfari viðskiptaáætlun nýju bankanna hvers fyrir sig. Það skal liggja fyrir um 15. janúar 2009.
Fá alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki til að framkvæma mat á gömlu og nýju bönkunum og byggja á aðferðarfræði í samræmi við bestu alþjóðlegu reikningsskilaaðferðir. Á að liggja fyrir í lok janúar 2009.
Loks að undirbúa áætlun um aðgerðir til að treysta ríkisfjármálin miðað við mitt tímabilið - og skal lokið fyrir lok árs 2008. Endurbætur á ríkisfjármálaumgjörðinni um mitt tímabilið - í lok júní 2009.