Straumur stofnar fjárfestingarsjóð

William Fall.
William Fall. mbl.is/Kristinn

Straum­ur Burðarás áform­ar að stofna fjár­fest­ing­ar­sjóð til að fjár­festa í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi, sem William Fall, for­stjóri bank­ans, hélt í dag. Sagði Fall, að von­ast væri til að ís­lensk­ir og er­lend­ir fjár­fest­ar kæmu að sjóðnum, sem ætlað sé að aðstoða við upp­bygg­ingu og end­ur­fjármögn­un ís­lenskra fyr­ir­tækja.  

Sjóður­inn mun hafa sjálf­stæða stjórn. Hon­um verður stjórnað á Íslandi og ein­beita sér að fyr­ir­tækj­um í mat­væla­fram­leiðslu, ferðaþjón­ustu og trygg­inga­starf­semi. Straum­ur mun leggja verk­efn­inu, sem nefnt verður Phoen­ix, til 40 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði  7,3 millj­arða króna. Sagði Fall að tals­verður áhugi væri fyr­ir sjóðnum og hugs­an­lega verði fram­lög í hann allt að 500 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 90 millj­arða króna.

Fall sagði, að inn­lend­ir og er­lend­ir fjár­fest­ar hefðu haft sam­band við bank­ann, „ekki hrægamm­ar held­ur fjár­fest­ar til meðallangs eða langs tíma, sem sjá tæki­færi í fjár­fest­ing­um og end­ur­skipu­lagn­ingu at­vinnu­lífs á Íslandi," hef­ur Bloom­berg frétta­stof­an eft­ir Fall. „Sum­ir eru reiðubún­ir til að leggja fram veru­leg­ar upp­hæðir."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka