Uppgjörið tekur nokkur ár

mbl.is

Skilanefndir Glitnis, Landsbanka og Kaupþings reyna nú að hámarka virði bankanna og setja sjálfar verklagsreglur um hvernig þær ætla að ná því markmiði. Þær fengu skipunarbréf um að passa virði eignanna frá Fjármálaeftirlitinu. Það er gagnrýnt.

Formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, segir markmiðið meðal annars að selja ekki erlendar eignir bankanna á brunaútsölu og fékk nefndin tilmæli frá lánardrottnum í þessa veru. Eftirlitsteymi innan bankans gæti að því að skilanefndin stígi ekki feilspor og aðstoðarmaður skipaður af dómstólum kvitti undir gjörninga nefndarinnar: „Frá Fjármálaeftirlitinu var almennt orðað að við skyldum gæta hags búsins og við útfærðum það svo nánar.“

Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir kröfuhafa bankans fylgjast vökulum augum með því að nefndinni takist að hámarka virði eignanna og styðji að þær séu ekki seldar á brunaútsölu „Öll áherslan hefur verið á það að halda eignunum innan bankans. Það getur því orðið nokkurra ára ferli að innleysa virði eignanna sem eru í bankanum.“ Það sé alþekkt við gjaldþrot banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK