Uppgjörið tekur nokkur ár

mbl.is

Skila­nefnd­ir Glitn­is, Lands­banka og Kaupþings reyna nú að há­marka virði bank­anna og setja sjálf­ar verklags­regl­ur um hvernig þær ætla að ná því mark­miði. Þær fengu skip­un­ar­bréf um að passa virði eign­anna frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Það er gagn­rýnt.

Formaður skila­nefnd­ar Glitn­is, Árni Tóm­as­son, seg­ir mark­miðið meðal ann­ars að selja ekki er­lend­ar eign­ir bank­anna á bruna­út­sölu og fékk nefnd­in til­mæli frá lán­ar­drottn­um í þessa veru. Eft­ir­lit­steymi inn­an bank­ans gæti að því að skila­nefnd­in stígi ekki feil­spor og aðstoðarmaður skipaður af dóm­stól­um kvitti und­ir gjörn­inga nefnd­ar­inn­ar: „Frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu var al­mennt orðað að við skyld­um gæta hags bús­ins og við út­færðum það svo nán­ar.“

Lár­us Finn­boga­son, formaður skila­nefnd­ar Lands­bank­ans, seg­ir kröfu­hafa bank­ans fylgj­ast vök­ul­um aug­um með því að nefnd­inni tak­ist að há­marka virði eign­anna og styðji að þær séu ekki seld­ar á bruna­út­sölu „Öll áhersl­an hef­ur verið á það að halda eign­un­um inn­an bank­ans. Það get­ur því orðið nokk­urra ára ferli að inn­leysa virði eign­anna sem eru í bank­an­um.“ Það sé alþekkt við gjaldþrot banka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK