Brugðist við efnahagsörðugleikum

Viðskiptaráðuneytið og Samkeppniseftirlitið hafa hleypt af stokkunum vinnu við opnun samkeppnismarkaða og eflingu atvinnulífs. Segja stjórnvöld brýnt að ráðast í aðgerðir til þess að opna markaði og viðhalda eða efla samkeppni hér á landi. Með því móti sé greitt fyrir atvinnuskapandi fyrirtækjarekstri.

Viðskiptaráðuneytið segir, að í kjölfar efnahagshruns  hér á landi eigi mörg fyrirtæki í erfiðleikum, atvinnuleysi aukist og heimili glími við skuldir og skertar tekjur. Hætta sé á því að fyrirtækjum fækki á mikilvægum mörkuðum  vegna rekstrarörðugleika. Við þessar aðstæður sé hætta á því að samkeppnishömlur og fákeppni fari vaxandi. 

Samkeppniseftirlitið birtir í dag ítarlega skýrslu um opnun markaða og eflingu atvinnustarfsemi og samkeppni. Í skýrslunni er m.a.þ fjallað um reynslu annarra ríkja af þýðingu samkeppni í efnahagskreppum og hvaða lærdóm megi draga af henni. Þá er bent á leiðir sem opinberir aðilar geta gripið til í því skyni að opna markaði og viðhalda samkeppni. Einnig er fjallað um nýsköpun og frumkvöðla, þar sem dregnar eru á sama hátt fram helstu hindranir og bent á aðgerðir til úrbóta.

Fram kom á blaðamannafundi, þar sem skýrslan var kynnt, að brýnt sé að hefja öfluga uppbyggingu í íslensku atvinnulífi. Reynslan af  efnahagskreppum sýni, að aðgerðir til þess að viðhalda og efla samkeppni stuðla að hraðari endurreisn atvinnulífsins.

Lögð var áhersla á að tryggja verði faglegt og gagnsætt ferli við ákvarðanir bankanna og að þær verði málefnalegar og stuðli eins og mögulegt er að aukinni samkeppni og fjölbreytni í atvinnulífinu.

Samkeppniseftirlitið vinnur nú að skýrslu um eignatengsl í íslensku atvinnulífi, lærdóm sem hægt er að draga af þeim og lausnir til úrbóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK