Bandaríski bankinn Citigroup spáir því að gullverð gæti farið upp í 2.000 dali á únsuna á næsta ári í kjölfar þess að seðlabankar heimsins dæli gríðarlegu magni fjár í hagkerfi heimsins.
Verð á gulli nú er rúmir 815 dalir á únsuna. Kreppan, sem heimurinn glímir við nú geti haft tvær hugsanlegar afleiðingar: Annað hvort verði gríðarleg verðbólga eða mikill efnahagslegur samdráttur. Hver sem raunin verði muni eftirspurn eftir gulli aukast til mikilla muna.