Gengislækkun stendur stutt

Seðlabankinn segir í sérstakri stefnuyfirlýsingu, að ekki sé útilokað að gengi krónunnar lækki fyrst í stað eftir að hömlur á almenn gjaldeyrisviðskipti verða afnumdar. Líkur standi þó til að slík lækkun standi stutt. Undirliggjandi efnahagsþróun muni styðja við gengi krónunnar.

„Þegar innlend eftirspurn dregst saman minnkar innflutningur og afgangur verður á vöru- og þjónustu-viðskiptum við útlönd. Þegar er orðinn afgangur á vöruviðskiptum við útlönd og viðskiptahalli hverfur hratt," segir Seðlabankinn í tilkynningu.

Fram kemur að vegna þessa sé ekki fyrirfram gert ráð fyrir að Seðlabankinn þurfi að grípa til aðgerða vegna þróunar gengisins, hvorki með hærri vöxtum né sölu gjaldeyris. Það sé þó ekki útilokað. Bankinn muni gæta strangs aðhalds í lánveitingum til bankakerfisins þar til tekist hafi að skapa traust á gjaldeyrismarkaði.

Þá segir bankinn, að sterkara gengi og vaxandi framleiðsluslaki muni leiða til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar stýrivaxta. Samkvæmt spám Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dragi hratt úr verðbólgu á næsta ári og verði tólf mánaða hækkun verðlags komin undir 5% í lok ársins.

Stefnuyfirlýsing Seðlabankans 

Spurningar og svör um gjaldeyrismál 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka