Nýjar gjaldeyrisreglur í dag

Seðlabanki Íslands mun í dag birta nýj­ar regl­ur um gjald­eyr­is­mál, á grund­velli laga, sem samþykkt voru á Alþingi laust fyr­ir klukk­an 5 í morg­un. Viðskiptaráðuneytið seg­ir, að lög­in séu nauðsyn­leg fyrsta aðgerð til að koma á eðli­leg­um gjald­eyrisviðskipt­um á Íslandi á ný og treysta gengi krón­unn­ar.

Ráðuneytið seg­ir, að heim­ild Seðlabanka Íslands sé tíma­bund­in og nái gild­is­tími henn­ar til sama tíma og efna­hags­áætl­un stjórn­valda og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins, þ.e. til 30. nóv­em­ber 2010.  Þess sé þó vænst að höml­ur á fjár­magns­hreyf­ing­ar gildi í sem skemmst­an tíma.

 Fram kem­ur í vilja­yf­ir­lýs­ingu ís­lenskra stjórn­valda vegna lána­fyr­ir­greiðslu hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, að stjórn­völd séu meðvituð um að hækk­un stýri­vaxta nægi ekki ein og sér til að koma í veg fyr­ir fjár­magnsút­flæði und­ir nú­ver­andi kring­um­stæðum sem séu mjög sér­stak­ar. Því séu stjórn­völd reiðubú­in að beita tíma­bundn­um gjald­eyr­is­höft­um á fjár­magnsviðskipti.

„Við ger­um okk­ur ljóst að slík höft hafa tals­verð nei­kvæð áhrif og hyggj­umst af­nema þau svo fljótt sem auðið er. Þau eru nauðsyn­leg til bráðabirgða þar til við höf­um tryggt að stjórn­tæki pen­inga­mála­stefnu okk­ar séu rétt stillt til að fást við mikla óvissu og skort á trausti í kjöl­far banka­hruns­ins," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK