Fékk ekki gjaldeyri til flutninga

Í fyrradag sótti einn viðskiptabankinn um að kaupa gjaldeyri í Seðlabankanum fyrir viðskiptavin sinn til að nota til búferlaflutninga. Þeirri beiðni var hafnað í Seðlabankanum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ekki fékkst gjaldeyrir til að standa straum af slíkum flutningum.

Heimilt að kaupa fasteign

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru Íslendingar samt ekki læstir með eignir sínar á Íslandi vilji þeir flytjast út. Heimilt er að fjárfesta í fasteignum og öðrum eignum. Þó ekki í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum með erlendum gjaldeyri.

Þó eru takmörk fyrir hversu mikið af erlendum gjaldeyri er hægt að kaupa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK