Áforma stofnun samtaka lánardrottna íslensku bankanna

Þýskir bankar áforma að mynda samtök lánardrottna íslensku bankanna í þeirri von að með þeim hætti náist að innheimta stærri hluta en ella af þeim fjármunum, sem íslensku bankarnir skulda í útlöndum. Þetta kemur fram í þýska tímaritinu Spiegel, sem kemur út á morgun.

Reutersfréttastofan fékk aðgang að grein Spiegel í dag og segir  að þar komi fram að slík samtök, ef þau verða stofnuð, myndu endurskipuleggja lánin til íslensku bankanna, afskrifa hluta þeirra og lengja önnur. Hafa þýsku bankarnir rætt við íslenska embættismenn og þingmenn um málið, að sögn blaðsins.

Þýskir bankar voru einna stórtækustu lánardrottnar íslensku bankanna og áttu um 21 milljarð dala, jafnvirði um 3000 milljarða króna, hjá Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi þegar íslenska bankakerfið hrundi í október.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK