Breskur banki gjaldþrota

London Scottish Bank, sem veitir sérhæfða fjármálaþjónustu, hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð. Bankinn gerði samkomulag við breska fjármálaeftirlitið fyrr á þessu ári um að draga úr lánveitingum en honum tókst ekki að leysa úr fjármögnunarvanda sínum.

Í yfirlýsingu segir breska fjármálaráðuneytið, að enginn viðskiptavinur LSB muni tapa fé á gjaldþrotinu þótt inneignir þeirra séu yfir það 50 þúsund punda hámark, sem tryggingasjóður breskra innlána tryggir.

LSB er með höfuðstöðvar í Manchester. Um 2000 manns starfa hjá bankanum um allt Bretland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK