Kaupþing óskar eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Kaupþing banki hf. hef­ur óskað eft­ir greiðslu­stöðvun í Banda­ríkj­un­um. Kaupþing hef­ur lagði fram beiðnina í gjaldþrota­rétti í New York. Frétta­vef­ur Reu­ters grein­ir frá þessu.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur veitti Kaupþingi banka heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar á Íslandi 24. nóv­em­ber sl. og gild­ir hún til 13. fe­brú­ar. Ólaf­ur Garðars­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður, hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður í greiðslu­stöðvun.

Þar seg­ir að heild­ar­verðmæti eigna Kaupþings nemi um 14,8 millj­örðum dala, þar af nemi eign­ir bank­ans í Banda­ríkj­un­um 222 millj­ón­um dala. Fram kem­ur á vef Reu­ters að heild­ar­skuld­irn­ar nemi 26 millj­örðum dala. 

Haft er eft­ir Ólafi að unnið sé að því að bank­inn geti orðið við kröf­um allra lán­ar­drottna. Reynt sé að vernda eign­ir bank­ans svo þær falli ekki í verði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka