Kaupþing banki hf. hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Kaupþing hefur lagði fram beiðnina í gjaldþrotarétti í New York. Fréttavefur Reuters greinir frá þessu.
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka heimild til
greiðslustöðvunar á Íslandi 24. nóvember sl. og gildir hún til 13. febrúar. Ólafur
Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður í
greiðslustöðvun.
Þar segir að heildarverðmæti eigna Kaupþings nemi um 14,8 milljörðum dala, þar af nemi eignir bankans í Bandaríkjunum 222 milljónum dala. Fram kemur á vef Reuters að heildarskuldirnar nemi 26 milljörðum dala.
Haft er eftir Ólafi að unnið sé að því að bankinn geti orðið við kröfum allra lánardrottna. Reynt sé að vernda eignir bankans svo þær falli ekki í verði.