Segja rangfærslur í frétt Stöðvar 2

Reuters

Regluvörður gamla Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ranglega hafi verið sagt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að félagið Stím. ehf. hafi keypt og selt 0,87% í Glitni fimm sinnum.

„Fréttin byggist á misskilningi fréttamanns sem var að skoða opinbera hluthafalista yfir 20 stærstu hluthafa bankans. Þar kemur fram að Stím ehf. fór inn og út af hluthafalistanum eftir því hve hlutur annarra hluthafa í bankanum jókst eða minnkaði hverju sinni.

Í þessum fréttaflutningi er því um alvarleg mistök fréttastofu Stöðvar 2 að ræða," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK